mánudagur, 21. maí 2007

Borðsiðir

Jóhann fékk að borða sjálfur í dag. Fyrst borðaði hann pasta og reyndi eins og hann gat að nota skeið en gafst svo upp og notaði bara fingurna. Þegar hann var búinn að klára allt pastað þá bað hann um meiri mat. Við tók bláberjajógúrt og þá var nú betra að nota skeiðina. Eftir allt saman þá varð hann ansi skítugur svo það þurfti að berhátta hann í matarstólnum og setja hann í bað. Honum þótti það sko ekkert leiðinlegt.









1 ummæli:

Hildur Lilliendahl sagði...

Elsku litla kúlukrútt. Ég kemst ekki yfir þig. Það er einn kettlingur farinn, farðu nú að koma í heimsókn og kíkja á hina þrjá.