föstudagur, 25. maí 2007

Smá breytingar

Mamma Jóhanns var að breyta uppsetningunni smá. Núna geta allir kommentað á færslurnar okkar og því hlökkum við til að sjá hvað margir eru að skoða síðuna okkar. Og bara fyrir Hildi og Fjólu frænkur þá kemur ein mynd af Jóhanni. Hérna er hann alveg glænýr.

Einu sinni var Jóhann lítill



Núna brúkar hann bara munn og segir nei og pissar í sængina hennar mömmu sinnar!

miðvikudagur, 23. maí 2007

Pabbastrákur

Jóhann er vægast sagt mjög líkur pabba sínum. Mamman er ekkert allt of sátt við þessa þróun þar sem drengurinn var mjög líkur henni fyrir stuttu.


mánudagur, 21. maí 2007

Borðsiðir

Jóhann fékk að borða sjálfur í dag. Fyrst borðaði hann pasta og reyndi eins og hann gat að nota skeið en gafst svo upp og notaði bara fingurna. Þegar hann var búinn að klára allt pastað þá bað hann um meiri mat. Við tók bláberjajógúrt og þá var nú betra að nota skeiðina. Eftir allt saman þá varð hann ansi skítugur svo það þurfti að berhátta hann í matarstólnum og setja hann í bað. Honum þótti það sko ekkert leiðinlegt.









19 mánaða bloggari

Jóhann langar mikið til að vera með í bloggheimum smáfólksins. Því ætlar mamma hans að blogga fyrir hann um hvað það er gaman að vera til.